Fjallað um bók heimspekiprófessors við bandaríska háskólann Cornell um fitufordóma. Hún heitir Kate Manne og er frá Ástralíu.
Bók hennar var tilnefnd til bandarísku bókmenntaverðlaunanna National Book Awards í fyrra. Af því tilefni var talsvert fjallað um bók hennar í bandarískum fjölmiðlum í lok síðasta árs og í byrjun þessa.
Manne er á leiðinni til Íslands í maí til að flytja fyrirlestur á ráðstefnu um Metoo-byltinguna og feminíska heimspeki sem haldin verður í Háskóla Íslands í maí.
Rætt er við hana um bókina og af hverju fitufordómar eru slæmir.
Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson
Frumflutt
17. mars 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Þetta helst
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.