• 00:02:13Land til sölu - Þórður Hans
  • 00:19:54Hamlet - rýni Kötlu Ársælsdóttur
  • 00:30:32Frá ómi til hljóms-Ásdís Thoroddssen

Víðsjá

Frá ómi til hljóms, Land til sölu og Hamlet/rýni

Frá ómi til hljóms kallast heimildamynd eftir Ásdísi Thoroddsen sem er í sýningu í Bíó Paradís. Tónlistin á dögum Sveins Þórarinssonar amtskrifara er undirtitill kvikmyndarinnar en hún fjallar um þá miklu byltingu sem átti sér stað í tónlistarlífi landsins á 19.öldinni.

Katla Ársælsdóttir rýnir í leikgerð Kolfinnu Nikulásdóttur á Hamlet Shakespears, sem frumsýnd var nýverið á litla sviði Borgarleikhússins. En við byrjum á myndlist, því um liðna helgi opnaði í Gallery Porti einkasýning Þórðar Hans Baldurssonar, Land til sölu, sem samanstendur af flosmyndum af íslensku landslagi. Fyrirmyndir verkanna eru fundnar ljósmyndir ferðamanna sem Þórður Hans sótti á internetinu. Við litum við í galleríinu fyrir helgi.

Frumflutt

10. nóv. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.

Þættir

,