Víðsjá

Hringir Orfeusar og annað slúður, Billy Budd, Kafteinn Frábær

Goðsagan um Orfeus hefur fylgt okkur frá því tímatalið hófst og óteljandi lístamenn nýtt hana sem efnivið. Og gefst okkur tækifæri til sjá glænýja útgáfu Ernu Ómarsdóttur og Íslenska dansflokksins. Í verkinu Hringir Orfeusar og annað slúður er gerð tilraun til þess túlka þessa söguna á nýjan leik, en verkið byggir á uppfærslu sem Erna samdi ásamt Gabríelu Friðriksdóttur og Bjarna Jónssyni fyrir Borgarleikhúsið í Freiburg árið 2022. Við ræðum við Ernu í þætti dagsins.

Við heyrum einnig rýni Kötlu Ársælsdóttur í einleikinn Kafteinn Frábær eftir Alistar McDowall og Gauti Kristmannson rýnir í Billy Budd eftir Hermann Melville, sem kom nýverið út í íslenskri þýðingu Baldurs Gunnarssonar.

Frumflutt

27. mars 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.

Þættir

,