Víðsjá

Gerla í Glerhúsinu, Bruce Springsteen, Goethe

Gerla tekur á móti Víðsjá í Glerhúsinu í þætti dagsins. Á sýningunni Þær sækir listakonan innblástur í menningararf kvenna frá upphafi síðustu aldar þar sem persónuleg og pólitísk reynsla fléttast saman í textíl, minni og efni. Tímasetning sýningarinnar er ekki háð tilviljun, heldur talar hún við hálfrar aldar afmæli kvennaverfallsins. Gerla segir okkur frá sinni leið í textílinn sem er samofin kvennabaráttunni, tilurð verkanna og mikilvægi listaverka sem voru lengi vel ekki metin sem slík.

gefnu tilefni rýnir Tómas Ævar einnig í kafla úr ævisögu Bruce Springsteen, en kvikmynd byggð á ævi kappans er væntanleg og Gauti Kristmannsson fjallar um Goethe og formtilraunir hans í Nóvellu og Ævintýri.

Frumflutt

27. okt. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.

Þættir

,