Víðsjá

Svipmynd af vinnustofu í Varanasi

Síðustu ár hefur hópur íslenskra listamanna heimsótt Varanasi á Indlandi og dvalið þar á vinnustofum Kriti gallerísins, sótt sér næringu og innblástur. Afrakstur dvalarinnar sjá á sýningu sem stendur yfir í Listasafni Árnesinga og hefur yfirskriftina Meðal guða og manna. Um sýningarstjórn sér Pari Stave, en hópurinn telur sex mótaða og margreynda íslenska listamenn, þau Margréti H. Blöndal, Guðjón Ketilsson, Eygló Harðardóttur, Sólveigu Aðalsteinsdóttur, Sigurð Árna Sigurðsson og Einar Fal Ingólfsson, sem er forsprakkinn þessu viðamikla verkefni.

Það finnast varla ólíkari lönd og menningarheimar en Ísland og Indland og íslensku listamennirnir sem héldu til Varanasi fetuðu í fótspor margra annarra listamanna og hugsuða sem hafa farið þangað í leit áhrifum og upplifunum. Varanasi er borg öfga, lita og fjölskrúðugs mannlífs, þar sem dauðinn er alltaf nálægur við hið helga Gangesfljót. Við heyrum af upplifunum listamannnanna sex, ásamt stofnanda gallerísins og vinnustofunnar, Navneet Raman. Svipmynd dagsins er af vinnustofu í Varanasi.

Umsjón: Melkorka Ólafsdóttir

Frumflutt

19. feb. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.

Þættir

,