Víðsjá

Mynd&hand skólasaga, Kristján Guðmundsson, Hildigunnur Sverrisdóttir og gammósíur í glugga

Saga myndlistar og handíðaskólans, sögur inni í sögum og utangarðssaga fólks með geðræna kvilla, - sögur af ýmsum gerðum einkenna viðfangsefni Víðsjár dagsins. Við kynnum okkur líka jóladagatal Árnastofnunar, sem einmitt inniheldur ýmsa sögulega mola, og minnumst stuttlega hins merkilega myndlistarmanns, Kristjáns Guðmundssonar, sem lést nýverið og markaði mikilvæg spor í sögu íslenskrar myndlistar. Hildigunnur Sverrisdóttir, arkitekt, færir okkur í dag sinn annan pistil í nýrri pistlaröð um samhengi geðheilbrigðis og arkitektúrs og Gauti Kristmannsson rýnir nýútkomna skáldsögu Sigrúnar Pálsdóttur, Blái pardusinn: hljóðbók. Í síðari hluta þáttar tökum við á móti sagnfræðingnum Davíð Ólafssyni, sem er annar höfundur nýrrar bókar um 60 ára skólasögu Myndlistar og handíðaskólans.

Frumflutt

2. des. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.

Þættir

,