Víðsjá

Syngjandi stjórnandi, arkitektúr í Afríku og Á bláþræði

Ragnheiður Ingunn Jóhannsdóttir hefur vakið umtalsverða athygli undanfarin misseri. Ekki aðeins fyrir fiðluleik og söng, heldur einnig fyrir hljómsveitarstjórn, og kannski ekki síst fyrir blanda þessu tvennu saman, söng og hljómsveitarstjórn. Við ræðum við þessa ungu tónlistarkonu í þætti dagsins. Einnig fáum við pistil frá Hildigunni Sverrisdóttur, arkitekt, sem þessu sinni fjallar um það sem efst er á baugi í afrískum arkitektúr. Og síðan stingum við einnig inn nefinu á sýningu Herdísar Hlíf Þorvaldsdóttur, Á bláþræði, í Portfolio Galleríi á Hverfisgötu.

Frumflutt

16. jan. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.

Þættir

,