Víðsjá

Rósa Ómarsdóttir danshöfundur / svipmynd

„Fyrir mér er kóreógrafía allt sem hefur gera með tíma og rými. setja hluti saman í tíma og rými, og hvernig þeir hreyfast og flæða,“ segir Rósa Ómarsdóttir danshöfundur, sem hefur teygt hugtakið kóreógrafíu yfir á meira en mannslíkamann í sínum verkum. Rósa lærði dans í Listaháskólanum en fór í framhaldsnám til Brussel þar sem hún lærði hversu teygjanlegt danshugtakið er. Eitt ár varð tíu enda gott vera dansari í Belgíu.

Rósa er höfundur sem vinnur á mörkunum. Verk hennar afmá línurnar á milli dans, leikhúss og myndlistar. Hún hefur kannað samband manns og náttúru í verkum sínum og leitast við skapa ómannhverfar frásagnir, oft með femínískri dramatúrgíu. Hún hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir dansinn, en líka tónlist og sviðsmynd, síðast í fyrra sem danshöfundur ársins fyrir Moltu sem sýnt var í Gerðarsafni. Hún frumsýnir nýtt verk á Reykjavík Dance Festival sem kallast Sérstæðan, en í því hefur hún tekið mannslíkamann alveg úr verkinu. Rósa Ómarsdóttir er gestur Svipmyndar í Víðsjá dagsins.

Frumflutt

29. okt. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.

Þættir

,