Víðsjá

Guðrún Hannesdóttir - svipmynd

Guðrún Hannesdóttir fæddist þann 18. júní árið 1944 og fagnaði því áttræðisafmæli sínu í fyrra. Hún nam listasögu í Lundi og síðar bókasafnsfræði við Háskóla Íslands, starfaði lengst af sem bókasafnsfræðingur og hafði meðal annars umsjón með bókasafni Myndlistarskólans í Reykjavík. Fyrsta ljóðabók Guðrúnar, Fléttur, kom út árið 2007, og sama ár hlaut hún Ljóðstaf Jóns úr Vör. Síðan hefur Guðrún gefið út 9 ljóðabækur til viðbótar, og í haust kom út hjá Dimmu eigulegt heildarsafn sem hefur geyma fyrstu tíu ljóðabækur Guðrúnar. Guðrún skipaði sér seint á skáldabekk en segist kannski alltaf hafa hugsað á þá vegu, hún er lítillát en orð hennar vega þungt, skáldskapurinn djúpur og kjarnyrtur, tungutakið meitlað og myndmálið ríkulegt. Í ljóðum hennar birtist undrun og sannfæring um fegurð hins innsta kjarna og heilagleika náttúrunnar. Guðrún Hannesdóttir, skáld, er gestur svipmyndar í dag.

Frumflutt

19. nóv. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.

Þættir

,