• 00:02:15Visitors á Akureyri
  • 00:19:15Verkföll í Nílardal
  • 00:35:44Birta Ósmann Þórðardóttir í Skriðu

Víðsjá

Skriða, Visitors, verkföll í Egyptalandi

Bókaútgáfan Skriða var stofnuð á Hvammstanga árið 2019, en hefur síðan flutt sig yfir á Patreksfjörð. Skriða er sennilega eina útgáfa landsins þar sem köttur er titlaður útgáfustjóri en útgáfan er einnig nefnd í höfuðið á kettinum, Skriðu. Það er einn starfsmaður í vinnu hjá Skriðu, og það er ljóðskáldið Birta Ósmann Þórhallsdóttir. Birta hefur gefið út tvær bækur hjá Skriðu, síðast ljóðabókina Spádóm fúleggsins, auk þess hafa þýtt skáldsöguna Snyrtistofan eftir mexíkóska höfundinn Mario Bellantín. Við heyrum í Birtu í þætti dagsins, af hennar nýjustu ljóðabók, samstarfinu við Skriðu og lífinu utan Reykjavíkur.

gefnu tilefni grípum við líka niður í viðtal sem hljómaði hér í Víðsjá fyrir áratug, árið 2013, en þar sagði Ólafur Gíslason frá hugmyndum sínum um tengsl íslenskrar samtímalistar og fornra goðsagna, eða nánar til tekið hvernig þær, til dæmis sögnin um dauða Adonisar, gríska goðsins og ástmanns Afródítu, tengdist myndlistarverkinu The Visitors eftir Ragnar Kjartansson, en það verk er búið setja upp í Listasafninu á Akureyri og verður hægt njóta þar næstu mánuði. The Visitors frá árinu 2012 er þekktasta verk Ragnars, rómað endemum og hefur farið sigurför víða um heim á þeim rúma áratug síðan listamaðurinn vann það með vinum sínum á herragarðinum Rokeby farm í New York fylki.

Í síðustu viku hóf Ragnheiður Gyða Jónsdóttir segja frá fornum verkföllum í pistlaröð sinni og byrjaði á goðsögulegu verkfalli í Mesópótamíu, í dag liggur leiðin suður í Nílardal fyrsta, skráða, verkfalli sögunnar.

Frumflutt

6. feb. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.

Þættir

,