Víðsjá

Svipmynd af tónlistarmanni / Tómas R. Einarsson

Tómas R. Einarsson, kontrabassaleikari og tónskáld, hefur verið áberandi í íslensku tónlistarlífi svo áratugum skiptir. Tómas ólst upp á Laugum í Dalasýslu þar sem sund og bókmenntir áttu hug hans allan. Nokkru eftir menntaskóla lagði Tómas land undir fót. Ferðaðist með harmonikkunni í gegnum Barcelona og til Buenos Aires til komast í tæri við Tangótónlist. Hann hóf nám á kontrabassa 1978 og þvældist fiðluboginn sem hann var látinn leika með, og þjóðlögin sem fyrir hann voru sett, mikið fyrir, enda vildi hann helst toga úr hljóðfærinu blúsgang. Hann féll á prófi í Tónskóla Sigursveins en hélt samt áfram spila á hljóðfærið og rataði í sína fyrstu djasssveit árið 1980. Síðan þá hefur hann gefið út yfir 20 plötur með eigin tónsmíðum og hlotið fjölda viðurkenninga fyrir. Tómas verður gestur okkar í Svipmynd vikunnar.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson.

Frumflutt

6. des. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.

Þættir

,