Víðsjá

Guðrún Bergsdóttir á Gerðarsafni, Silence of Reason og stjörnur í Árósum

Textíllistakonan Guðrún Bergsdóttir skapaði á jaðrinum en ævistarf hennar hefur markað djúp og mikilvæg spor í íslenskri listasögu. Nýverið opnaði yfirlitssýning á verkum hennar í Gerðarsafni og við hittum þar sýningarstjórann, myndlistarkonuna Hildigunni Birgisdóttur í þætti dagsins. Við heyrum líka viðtal við kvikmyndagerðarkonuna Kumjönu Novakovu um kvikmyndina Silence of Reason, sem fjallar um hina alræmdu þjóðarhreinsun í Bosníu á tíunda áratugnum og sláum á þráðinn hjá tónskáldinu Báru Gísladóttur og danshöfundinum Margréti Bjarnadóttur sem frumsýna á föstudag sviðsverkið Cooler Stars Glow Red á SPOR hátíðinni í Árósum.

Frumflutt

13. maí 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.

Þættir

,