Víðsjá

Stalker, hönnun borgarumhverfis og Bára Gísladóttir

Gunnar Þorri Pétursson, fræðimaður og þýðandi, stendur fyrir námskeiði við opna listaháskólann um heimskvikmyndina Stalker úr smiðju sovéska kvikmyndagerðarmannsins Andrej Tarkovskí. Á námskeiðinu mun hann rýna í myndina og skoða frá sögulegu, bókmenntalegu og pólitísku sjónarhorni en einnig setja hana í samhengi við bókmenntir, kvikmyndir og tölvuleiki svo fátt eitt nefnt.

Í þættinum segir Magnea Guðmundsdóttir frá hönnun borgarumhverfis sem tekur mið af þörfum viðkvæmra hópa og við rifjum upp viðtal við tónskáldið og kontrabassaleikarann Báru Gísladóttur sem hlýtur heiðursverðlaun Carl Nielsen og Anna Marie Carl-Nielsen í ár.

Frumflutt

1. apríl 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.

Þættir

,