Víðsjá

Gísli B. Björnsson / Svipmynd

Víðsjá lítur í heimsókn til Gísla B. Björnssonar í þætti dagsins. Gísli er fæddur árið 1938 í Reykjavík og listina drakk hann úr umhverfi sínu. Á gullsmíðaverkstæðinu hjá afa sínum fékk hann kennslu í listasögu en honum hundleiddist í skóla. Það átti þó eftir breytast þegar deild var stofnum nokkurn vegin með hann í huga, hagnýt myndlist við Myndlista- og handíðaskóla Íslands. Síðar hélt Gísli til Stuttgart í framhaldsnám í grafískri hönnun þar sem hann varð fyrir áhrifum af hinni svokölluðu nýju grafík, sem er úrvinnsla á því sem Bauhaus skólinn var fást við fyrir stríð. Eftir námið vann Gísli ötullega framgangi fagsins hér á landi og rak sínar eigin stofur auk þess kenna auglýsingateikningu og grafíska hönnun í 50 ár. Flestir þekkja allavega eitt af merkjunum sem Gísli hefur hannað eða bókakápurnar sem hann gerði fyrir Helgafell, svo eitthvað nefnt. Ævistarf Gísla hefur verið einstaklega fjölbreytt og fyrr í vetur hlaut hann heiðursverðlaunin á Hönnunarverðlaunum Íslands.

Frumflutt

26. mars 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.

Þættir

,