• 00:02:37Nánd- Sigurgeir Agnarsson og Hugi Guðmundsson
  • 00:20:24Ósagt- Kristín Gunnlaugsdóttir á Kjarvalsstöðum

Víðsjá

Ósagt Kristínar Gunnlaugsdóttur og Nánd Sigurgeirs Agnarssonar

Kristín Gunnlaugsdóttir er níundi listamaðurinn sem valinn er til þátttöku í sýningaröð Listasafns Reykjavíkur þar sem farið er yfir feril lykilpersóna í íslensku listalífi. Sýningin Ósagt opnaði dyr sínar í Vestursal safnsins um liðna helgi og þar gefur líta verk sem spanna 40 ára feril Kristínar en þau nýjustu eru frá liðnu ári, stór kraftmikil verk þar sem glimmer og stelpu orka er mikilvægur efniviður. Við lítum inn á Kjarvalsstaði í þætti dagsins, og kynnum okkur auk þess glænýja plötu sellóleikarans Sigurgeirs Agnarssonar, Nánd, með einleiksverkum náfrændanna Huga Guðmundssonar og Hafliða Hallgrímssonar.

Frumflutt

22. sept. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.

Þættir

,