Víðsjá

Ummælagreining, Magga Eddudóttir og Herbergi Giovanni

Við kynnum okkur viðamikið verkefni, Ummælagreiningu, sem gefur almenningi tækifæri til móta færni íslenskrar gervigreindar og stuðla því gagnasöfn íslenskra gervigreindarforrita endurspegli íslenskt gildismat og menningu. Verkefnið felst í því skoða ummæli af internetinu og meta ýmsa þætti eins og tilfinningalegt innihald, kurteisi og það hvað telst óviðeigandi eða særandi orðræða. Þau Lilja Dögg Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Almannaróms, og Hafsteinn Einarsson, dósent við verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands, segja okkur frá verkefninu.

Gauti Kristmannsson fjallar um skáldsögu James Baldwin, Herbergi Giovannis. Bók Baldwin vakti mikla athygli og braut blað í bókmenntasögunni með sterkum og einlægum lýsingum á ást tveggja karlmanna. Herbergi Giovannis kom nýverið út í þýðingu Þorvalds Kirstinssonar.

En við hefjum þáttinn í Listasal Mosfellsbæjar, þar sem myndlistarkonan Magga Eddudóttir sýnir verk. Sýninguna kallar hún Please revolt, eða Vinsamlegast gerðu uppreisn. Verkin eru unnin í ólíka miðla; textíl, vatnsliti, kermik og frauðplast. Magga hefur í sinni myndlist unnið mikið með mannslíkamann og tilfinningar sem tengjast frelsi, og hafa mjúkar línur og pastel litapalleta verið einkennandi í verkum hennar, en þau hafa breyst töluvert síðastliðið ár. Undanfarið hefur málstaður Palestínu átt hug hennar allan og segist hún hafa átt erfitt með bregðast ekki við þjóðarmorðinu í Palestínu í myndlistinni.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir

Frumflutt

8. okt. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.

Þættir

,