Víðsjá

Flóðreka, Tíðir og myndlistarpistill Rögnu Sigurðardóttur

Á laugardag frumsýnir Íslenski dansflokkurinn glænýtt verk, Flóðreka, á Nýja sviði Borgarleikhússins. Flóðreka sprettur upp úr samstarfi danshöfundarins Aðalheiðar Halldórsdóttur, Jónsa úr Sigur Rós og ÍD, en verkið er innblásið af rómaðri sýningu Jónsa, Flóði, sem sýnd var í Listasafni Reykjavíkur á síðasta ári. Við stígum inn í heim náttúruaflanna með danshöfundinum, Aðalheiði Halldórsdóttur, í þætti dagsins. Myndlistarpistill Rögnu Sigurðardóttur tengist líka náttúruöflunum, en þessu sinni fjallar hún um tvær sýningar á Sequences, samsýningu í Norræna húsinu og sýningu Írisar Maríu Leifsdóttur í Listasal Mosfellsbæjar, Veðruð verk, Við kynnum okkur líka nýtt útilistaverk við Gömlu höfnina í Reykjavík, sem valið var úr fjölda innsendra tillaga í samkeppni á vegum Faxaflóahafna. Verkið heitir Tíðir og er eftir myndlistarmanninn Huldu Rós Guðnadóttur, fornleifafræðinginn Gísla Pálsson og arkitektinn Hildigunni Sverrisdóttur.

Frumflutt

6. nóv. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.

Þættir

,