Víðsjá

Glerþræðirnir, Dagurinn sem Ísland stöðvaðist, Litla hryllingsbúðin-rýni, Víkingur og Wang-rýni

Magnús Sigurðsson rithöfundur verður gestur okkar í dag en hann var gefa út bókina Glerþræði, etnógrafísk brot. Í Glerþráðunum fléttar Magnús atvikum og persónum úr sögu landsins listilega saman og tengir við sögur úr nútímanum á einstakan hátt. Þetta er form sem Magnús hefur áður unnið með, en í þetta sinn vinnur hann einungis úr rammíslenskum heimildum. Heimildum sem margar hverjar komu úr bókahillunni á Eiðistorgi á Seltjarnarnesi þar sem hægt er nálgast gefins bækur.

Í kvöld verður frumsýnd heimildarmyndin, Dagurinn sem Ísland stöðvaðist, en hún fjallar um aðdraganda Kvennaverkfallsins 1975. Hrafnhildur Gunnarsdóttir meðhöfundur og framleiðandi myndarinnar verður einn af gestum okkar í dag.

Arndís Björk Ásgeirsdóttir rýnir í Sinfóníutónleikana sem fram fóru 17.október síðastliðinn og tónleika Yuja Wang og Víkings Heiðars og Katla

Ársælsdóttir rýnir í Litlu hryllingsbúðina í uppsetningu Leikfélags Akureyrar.

Frumflutt

24. okt. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.

Þættir

,