Víðsjá

Reykvíska snemmtónlistarhátíðin, Kynslóðir jökla og Hringir Orfeusar/rýni

Á nýliðnum alþjóðadegi jökla, þann 21. mars, opnaði sýning undir yfirskriftinni Kynslóðir jökla í nýtilkominni menningarmiðstöð í Loftskeytastöðinni við Suðurgötu. Sýningin er ferðalag í gegnum sögu jöklabreytinga og myndefnið spannar tímabil mikilla breytinga á hvorutveggja, hinni sjónrænu arfleifð og ásjónu jökla. Jöklafræðingurinn Hrafnhildur Hannesdóttir og sýningarstýran Anna Diljá Sigurðardóttir fylgdu okkur um sýninguna.

Nína Hjálmarsdóttir rýnir í dansverk Ernu Ómarsdóttur og Íslenska dansflokksins, Hringi Orfuesar og annað slúður.

Þá hugum við tónlistarhátíð sem hefst í Hörpu á mánudagskvöld og ber heitið Reykjavík Early Music Festival. Dagskrá hátíðarinnar er hin glæsilegasta, þar sem nokkrir frambærilegustu snemmtónlistarhópar samtímans troða upp. Guðbjörg Hlín Guðmundsdóttir, fiðluleikari og ein aðstandenda hátíðarinnar mætir í hljóðstofu.

Frumflutt

10. apríl 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.

Þættir

,