Víðsjá

Listasafn Einars Jónssonar 100 ára, Manneskjur vonandi, Kevin Ayers

Árið 1909 bauð Einar Jónsson myndhöggvari íslensku þjóðinni öll verk sín gjöf með því skilyrði landssjóður kostaði flutning þeirra til landsins og annaðist varðveislu þeirra. Hafist var handa við byggja Hnitbjörg og Listasafn Einars Jónssonar var svo vígt árið 1923, og varð um leið fyrsta íslenska safnið í eigin byggingu. Safnið var einnig vinnustaður Einar og eiginkonu hans, Önnu Marie Mathilde Jónsson. Síðan er liðin heil öld og því verður fagnað í safninu á laugardaginn. Við ræðum um safnið við Ölmu Dís Kristinsdóttur, sýningarstjóra.

Teitur Magnússon kynnir okkur fyrir gleymdum snillingi, tónlistarmanninum Kevin Ayers sem var virkur í bresku tónlistarsenunni á sjöunda áratugnum og samdi sín þekktustu verk á Miðjarðarhafseyju sem dró til sín skemmtanaglatt fólk um þetta leiti og gerir enn, Ibiza. Teitur ræðir jafnframt við Jakob Frímann Magnússon sem deilir áhuga hans á Ayers og lék með honum bæði í hljóðveri og fór með honum á tónleikaferðalag.

Og í Y gallery í gömlu bensínstöðinni í Hamraborg opnaði fyrir skemmstu myndlistarsýning Ástu Fanneyjar Sigurðardóttur, Manneskjur vonandi. Sýningin stendur yfir til og með 24. júní og lýkur með gjörningi. Ásta Fanney kom í heimsókn og sagði okkur frá þeim hugmyndinni sýningunni, skynjun okkar á tímanum og stjörnu sýningarinnar sem er sambland af venusarfígúru og garðálfi.

Frumflutt

21. júní 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.

Þættir

,