Víðsjá

Hulda Hákon Á Landsenda, Þetta er gjöf, Krasznahorkai, Ragna Sigurðar rýni

Í Gallerý Kontór á Hverfisgötu 16a sýnir Hulda Hákon verk. Á Landsenda kallar hún sýninguna, en þar er finna lágmyndir þar sem sælir og makindalegir ísbirnir eru í aðalhlutverki, en einnig örnefni, sjómennska, kortagerð, ævintýri og almennur grallaraskapur. Víðsjá hitti Huldu við verkin, þar sem hún sagðist meðal annars vera orðin svo þreytt á öllum hörmungum heimsins, hana hafi langað til gera bjarta og fallega sýningu. Það er meira en óhætt segja henni hafi tekist áætlunarverkið. Meira um það í þætti dagsins.

Við heyrum einnig myndlistarrýni Rögnu Sigurðardóttur, rýni í leikverkið Þetta er gjöf í Þjóðleikhúsinu og við heyrum einnig í Einari Hjartarsyni, sem þýddi árið 2023 bók nýja nóbelskáldins, László Krasznahorkai, nóvelluna Síðasti úlfurinn.

Frumflutt

9. okt. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.

Þættir

,