Víðsjá

Sellókonsert Önnu Þorvalds, Nautnir Mario Bellatin og arkitektúr í Kópavogi

Á fimmtudag verður Íslandsfrumflutningur á sellókonsertinum Before we fall eftir Önnu Þorvaldsdóttur á upphafstónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Konsertinn er skrifaður fyrir sellóstjörnuna Johannes Moser en innblásturinn verkinu er sögn Önnu tilfinning standa á brúninni, vera við það bresta en finna lokum jafnvægi undir fótunum.

Birta Ósmann Þórhallsdóttir er einn af tveimur starfsmönnum bókaútgáfunnar Skriðu, en auk þess gefa út og prenta er hún líka ötull þýðandi úr spænsku. Við ræðum við hana um þýðingu hennar á skáldsögunni Nautnir eftir Mario Bellatin. Óskar Arnórsson fjallar um þróun Kópavogsbæjar, og hlut Benjamíns Magnússonar í þeirri þróun, en Benjamín fékk það hlutverk, þá nýkominn úr námi, hanna fyrsta miðbæ Íslands sem var skipulagður sem slíkur: Hamraborgina.

Frumflutt

2. sept. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.

Þættir

,