• 00:00:01Bækur og brjáluð fræði
  • 00:25:27Guðmundur Steinn Gunnarsson; Stífluhringurinn
  • 00:39:03Jelena Ciric: Tónlistarpistill

Víðsjá

Bækur og brjáluð fræði, tónlistarpistill Jelenu Ciric og Stífluhringurinn

Þegar vísindasagnfræðingurinn og rithöfundurinn Steindór J Erlingsson hlustaði á nýja hljómplötu Inga Bjarna Skúlasonar fylltist hann skyndilega fítonskrafti og lagði í lesa óhreyft ljóðahandrit sem hann hafði skrifað á myrkum tíma í lífi sínu. Steindór er meðal fjögurra fyrirlesara á málþingi undir yfirskriftinni Bækur og brjáluð fræði, sem fer fram í Norræna húsinu á laugardag. Gunnhildur Una Jónsdóttir, meistaranemi í fötlunarfræði er ein þeirra sem halda utan um málþingið, en hún vinnur rannsóknum á sviði svokallaðra brjálaðra fræða, fræðasviðs sem er í mótun og fjallar um sögu, menningu, pólitík og baráttumál þeirra sem glíma við andlegar áskoranir. Við tökum á móti þeim Gunnhildi og Steindóri hér rétt á eftir og heyrum nánar af þessu nýja fræðasviði, málþinginu og skrifunum.

Í lok þáttar fáum við líka innsýn inn í líf tveggja tónlistarkvenna sem áttu það sömuleiðis sameiginlegt glíma við ytri og innri mótstöðu. Tilfinninganæmið gerði tónlistarkonurnar Mary Margaret O'Hara og Lauryn Hill berskjaldaðar fyrir hörku tónlistarbransans, sem mögulega varð til þess tónlistarferill þeirra varð ekki langur. Í síðasta pistli sínum af fjórum fjallar Jelena Ciric um þær Hill og O´Hara, sem eiga það sameiginlegt hafa aðeins gefið út eina plötu.

Og um miðbik þáttar rifjum við upp umfjöllun um allt annars konar hljómplötu. er glæný og tilnefnd til íslensku tónlistarverðlaunanna í ár. Halla Harðardóttir hitti tónskáldið Guðmund Stein Gunnarsson síðasta haust og ræddi við hann um geislaplötuna Stífluhringurinn, og við rifjum upp þá umfjöllun í þætti dagsins.

Umsjón: Melkorka Ólafsdóttir og Halla Harðardóttir

Frumflutt

27. feb. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.

Þættir

,