Víðsjá

Þyrí Huld Árnadóttir dansari

Þyrí Huld Árnadóttir var valin dansari ársins á Grímuverðlaununum í ár og fékk einnig Grímuna fyrir dansverk ársins: Hringrás. Það var í þriðja sinn sem Þyrí hlaut titilinn dansari ársins en áður hlaut hún verðlaunin árið 2015 og 2018 fyrir hlutverk sín í verkinu Sin og Hin lánsömu.

Þyrí gekk í Danslistarskóla JSB og Listdansskóla Íslands og hún er með BA gráðu í samtímadansi frá Listaháskóla Íslands. Hún tók fljótt stökkið yfir í Íslenska dansflokkinn og hefur starfað með flokknum með hléum frá 2010 og hefur tekið þátt í fjölbreyttum verkefnum sem dansari og danshöfundur. Hún samdi þrjú verk um ofurhetjurnar Óð og Flexu í samstarfi við Hannes Þór Egilsson sem hlutu tilnefningar sem barnasýningar ársins og voru þau tilnefnd sem danshöfundar ársins. Hún er meðal stofnenda hópsins Reykjavík Dance Production sem ferðaðist víða um heim með sýninguna Á vit. Við fáum svipmynd af Þyrí Huld í Víðsjá dagsins og rekja ferilinn, allt frá fyrstu danssporunum yfir í dans um fæðingu barna sinni og slysi sem breytti afstöðu hennar til lífsins.

Frumflutt

28. júní 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.

Þættir

,