Víðsjá

Flökt, Molem tónlist og nýræktarstyrkir

Tveir rithöfundar hlutu á dögunum nýræktarstyrki Miðstöðvar íslenskra bókmennta. þessu sinni hlutu þau Birgitta Björg Guðmarsdóttir og Sölvi Halldórsson styrkinn. Við komum til með heyra þau segja frá verkunum og lesa uppúr þeim í þætti dagsins.

Þorleifur Sigurlásson verður einnig með okkur í dag en undanfarnar vikur hefur hann verið segja frá tónlistarstefnum frá ólíkum heimshornum sem eiga það sameiginlegt hafa haft gríðarleg menningarleg áhrif. Og í dag er hann með hugann við Molem tónlist frá Tælandi.

Við kynnum okkur Dansverkið Flökt sem sýnt er á Listahátíð í Borgarleikhúsinu. Höfundarnir, þær Tinna Ottesen og Bára Sigfúsdóttir, lýsa verkinu sem sjónrænu dansverki í síkvikri veröld. Tinna er rýmissagnahöfundur og Bára starfar sem dansari í Osló en leiðir þeirra lágu saman þegar þær voru báðar í námi í Belgíu.

Frumflutt

11. júní 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.

Þættir

,