Víðsjá

Málþing um Vasulka hjónin, tónleikar til heiðurs Kurt Weill og Soft Shell/rýni

Með áherslu á ferlið, fremur en útkomuna, festu hjónin Steina og Woody Vasulka sig í sessi meðal áhrifamestu vídeólistamanna 20. aldarinnar. Á laugardaginn verður haldið málþing í Norræna húsinu þar sem varpað verður ljósi á varanleg áhrif þeirra brautryðjandi starfs á samtímalistir og tækni. Í ár er 125 ára ártíð og 75 ára dánartíð hins merka þýska tónskálds Kurt Weill. Brynhildur Björnsdóttir blæs til tónleika honum til heiðurs í kvöld og við heyrum frá henni. Við heyrum líka af tónleikum til heiðurs ljóðskáldinu Edith Södergran sem tríó Önnu Kruse stendur fyrir í Norræna húsinu.

Katla Ársælsdóttir fjallar um danssýningu Katrínar Gunnarsdóttur, Soft Shell, sem sýnd var í Tjarnarbíói um liðna helgi.

Frumflutt

8. maí 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.

Þættir

,