Víðsjá

Melkorka Sigríður Magnúsdóttir / svipmynd

Mel­korka Sig­ríður Magnús­dótt­ir, danshöfundur, nýsköpunarfræðingur og tónlistarkona var bara fimm ára þegar hún fór sjá Þrjár systur Tchekhovs og fannst það alveg jafn skemmtilegt og sjá Skógarlíf. Hún varð snemma heilluð af leikhúsinu svo það var í raun rökrétt skref fara í dansnám þó röð tilviljana hafi líka átt þar hlut máli. Sautján ára gömul flutti hún til Amsterdam til læra danssmíði og síðar til Brussel í framhaldsnám í samtímadansi við P.A.R.T.S skólann. Í verkum sínum hefur Melkorka gjarnan kannað samband og mörk tónlistar og danslistar og oftar en ekki unnið í samstarfi við aðra listamenn. Hún myndar ásamt Árna Rúnari Hlöðverssyni dúóið Milkywhale en hann kemur einmitt sýningunni Hverfa sem Melkorka er höfundur og frumsýnir í samstarfi við Íslenska dansflokkinn um næstu helgi. Melkorka er gestur okkar í svipmynd dagsins.

Frumflutt

30. okt. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.

Þættir

,