• 00:02:39Ora verksmiðjan-Henný Hafsteinsdóttir
  • 00:16:04Flóðreka-rýni Trausta Ólafssonar
  • 00:27:11The Selkie Poetry Reading á RDF

Víðsjá

Ora verksmiðjan, The Selkie Poetry Reading og Flóðreka/rýni

Reykjavík Dance Festival hófst í gær og stendur yfir fram á sunnudag, með fjölda viðburða. Í kvöld stígur dansdúettinn Beauty and the beast, uppskálduð hljómsveit og lífstíðarsamstarf danshöfundanna Amöndu Apetrea og Höllu Ólafsdóttur, á svið Iðnó með sýningu sem þær nefna The Selkie Poetry Reading, og við tökum á þeim stöllum púlsinn. Við heyrum einnig rýni í dans í þætti dagsins, Trausti Ólafsson segir frá sinni upplifun af verkinu Flóðreka, sem ÍDF, Aðalheiður Halldórsdóttir og Jónsi úr Sigurrós frumsýndu um liðna helgi. Víðsjá hefur undanfarnar vikur ferðast með Henný Hafsteinsdóttur, minjaverði Reykjavíkur, um borgarlandslagið til skoða áhugaverð hús sem ætti mögulega vernda, og í dag ræða þær Halla um Ora verksmiðjuna í Kársnesi.

Frumflutt

13. nóv. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.

Þættir

,