Víðsjá

Karnival hefðin, Ólga, Birnir Jón Sigurðsson: Örvæntingarpistill

Ólga er samsýning sem fjallar um hlutverk kvenna í mótun íslenskrar listasenu á níunda áratugnum. Önnur bylgja femínisma hafið skollið með látum á vestrænan heim áratuginn á undan með tilheyrandi umbreytingum og auknum sýnileika kvenna á öllum sviðum þjóðfélagsins, líka í myndlistinni. Við ræðum við sýningarstjórann Becky Forsythe í þætti dagsins.

Einnig verður rætt við Gunnellu Þorgeirsdóttur um karnivalískar hefðir og Birnir Jón Sigurðsson stígur á stokk með sinn fyrsta pistil í örvæntingarpistlaröð. „Ef menningin á öðrum áratug þessarar aldar var Obama, #metoo, Angela Merkel, veganismi, Gréta Thunberg, réttlætisriddarar og parísarsáttmálinn, þá er menningin á þriðja áratugnum kjötát, incels, trad wives, ræktin og fasismi,“ segir Birnir meðal annars í pistli dagsins.

Frumflutt

3. mars 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.

Þættir

,