Víðsjá

Data gígar, veruleikaflótti og Guðmundur Steinsson

Við komum við í Þulu gallerýi við Austurbakka og skoðum þar fyrstu einkasýningu Kristínar Helgu Ríkharðsdóttur, Data Gígar, sem hverfast um eldgos á Reykjanesskaga, gagnagnótt, birtingarmyndir dægurmenningar og áferðir stafrænna og efnislegra miðla.

Freyja Þórsdóttir flytur pistil um ólíkar og misjafnlega uppbyggilegar tegundir veruleikaflótta.

Við rifjum einnig upp viðtal sem Eiríkur Guðmundsson tók við Sigurð Sigurjónsson, leikara og Stefán Baldursson, leikstjóra og fyrrum Þjóðleikhússtjóra, um leikskáldið Guðmund Steinsson sem hefði orðið 100 ára um helgina.

Frumflutt

22. apríl 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.

Þættir

,