• 00:04:11Sunna Gunnlaugsdóttir
  • 00:19:03Þú sem ert á jörðu Nínu Ólafsdóttur /rýni
  • 00:29:06Helga Páley í Gallerý Þulu

Víðsjá

Helga Páley Friðþjófsdóttir í Þulu, Tríó Sunnu Gunnlaugs, Þú sem ert á jörðu/rýni

Við höldum í Gallerý Þulu á sýninguna Í hringiðu alls, þar sem Helga Páley Friðþjófsdóttir sýnir málverk. Málverkið hefur lengi verið kjarninn í hennar listrænu nálgun, þar sem óhlutbundinn veruleiki verður til í gegnum marglaga ferli þar sem spuni, innsæi og endurtekning leika stóran þátt. En líka tíminn og auðvitað efinn.

Sunna Gunnlaugsdóttir jazzpíanisti verður einnig gestur okkar í dag en Tríó hennar leikur nýtt efni í Múlanum á miðvikudag. Og Soffía Auður Birgisdóttir rýnir hún í skáldsögu Nínu Ólafsdóttur, Þú sem ert á jörðu.

Frumflutt

24. nóv. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.

Þættir

,