Víðsjá

Söngfjelagið, Dugguvogur 42 og myndlistarrýni Rögnu Sigurðardóttur

Við hefjum þáttinn á því líta út úr húsi með Henný Hafsteinsdóttur minjaverði, til ræða Dugguvog 42, hús sem Gunnar Guðmundsson byggði fyrir G.G. hf. Húsið er hluti af listasögu borgarinnar því Gunnar fór í samstarf við enga aðra en Gerði Helgadóttur sem útfærði vegglistaverk á Dugguvog 42, innblásin af vélum og bílavarahlutum.

Hilmar Örn Agnarsson, kórstjóri Söngfjelagsins, lítur við í hljóðstofu, ásamt kórfélaga og höfundi nokkurra jólalaga sem samin hafa verið sérstaklega fyrir kórinn, Hjörleifi Hjartarsyni. Tilefnið er síðstu jólatónleikar Söngfjelagsins sem Hilmar Örn stjórnar, en hann stjórnaði á tímabili 10 kórum og á baki sérlega farsælan feril sem organisti og kórstjori.

Ragna Sigurðardóttir, myndlistarrýnir Víðsjár, fjallar í dag um tvær yfirstandandi sýningar, sýningu Eggerts Péturssonar í Hafnarborg sem ber nafnið Roði og málverkasýningu Huldu Vilhjálmsdóttur í Laboutique.is á Mýrargötu í Reykjavík.

Frumflutt

3. des. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.

Þættir

,