Víðsjá

Sverrir Guðjónsson - svipmynd

Þegar Sverrir Guðjónsson fékk ungur hlutverk í söngleik í Þjóðleikhúsinu sem krafðist þess hann syngi á óvenju háu raddsviði fann hann hann varð elta þann tón. Í kjölfarið fór hann til Bretlands til tileinka sér tæknina og er í dag eini menntaði kontratenórsöngvari landsins. Sverrir hóf ferilinn sem barnastjarna í hljómsveit föður síns og söng í danshljómsveitum, kórum, þjóðlagasveitum og leiksýningum, áður en hann lagði fyrir sig kontratenórsöng og sérhæfði sig bæði í gamalli tónlist og nýrri. Fyrir hans tilstilli hefur orðið til fjöldi nýrra tónverka, oftar en ekki samin sérstaklega fyrir Sverri og hans einstaka raddsvið. Sjálfur hefur hann líka átt við tónsmíðar og unnið tónlist með fjölbreyttri flóru listamanna um heim allan. Sverrir Guðjónsson er gestur svipmyndar í Víðsjá dagsins.

Frumflutt

22. okt. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.

Þættir

,