Víðsjá

Helena Margrét, Brím og Speglahúsið

Helena Margrét Jónsdóttir hlaut á dögunum Hvatningarverðlaun Íslensku myndlistarverðlaunanna fyrir málverk sem, samkvæmt dómnefnd, þykja vönduð og kyrrlát en á sama tíma með nýstárlegan undirtón sem virkjar ímyndunaraflið og færir áhorfandann inn í draumkenndan hugarheim. Við hittum Helenu Margréti á vinnustofu hennar í þætti dagsins og ræðum við hana meðal annars um pensla, köngulær og afmarkaða vinnudaga.

Í þættinum rýnir Soffía Auður Birgisdóttir í skáldsöguna Speglahúsið eftir Benný Sif Ísleifsdóttur og Trausti Ólafsson segir frá upplifun sinni af óperunni Brím í Tjarnabíói.

Frumflutt

25. mars 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.

Þættir

,