Víðsjá

Usli Hallgríms Helgasonar, Límonaði frá Díafani-rýni, Blómljóð

Uslavaldið er eina valdið sem listin hefur, segir Hallgrímur Helgason en yfirlitssýning á verkum hans opnaði um liðna helgi á Kjarvalsstöðum. Á sýningunni, sem nefnist Usli, sjá hvernig Hallgrímur þroskast sem listamaður í Reykjavík, Munchen, New York og París. Verk Hallgríms eru pólitísk, kaldhæðin og fyndin en líka leitandi og persónuleg, bæði hvað varðar viðfangsefni og stíl. Mörg hver eru úrvinnsla áfalla og sjálfur segist Hallgrímur greina umbreytingu á stílbrögðum eftir hafa sagt opinberlega frá kynferðisofbeldi sem hann varð fyrir sem ungur maður. Við hittum Hallgrím við verkin í þætti dagsins.

Gréta Sigríður Einarsdóttir rýnir í Límonaði frá Díafani eftir Elísabetu Jökulsdóttur og Sigurður Bragason segir okkur frá hljómplötunni Blómljóð.

Frumflutt

22. okt. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.

Þættir

,