Víðsjá

Sóley Stefánsdóttir - svipmynd

Þegar Sóley Stefánsdóttir þreytist á því semja á píanóið, með sína jöfnu stillingu og fyrirframgefnu ramma, tekur hún upp harmónikkuna, sem andar inn og út og krefst þess hugsað í hendingum. Hún hefur á eftirtektarverðum ferli flysjað af sér íhaldsamari hluta tónlistaruppeldisins en nýtt sér þá gagnlegri til draga fram einstaka rödd, sitt eigið djúphugsaða tónlistartungumál sem segir heildstæðar sögur. Árið 2021 var Sóley tilnefnd til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs fyrir fjórðu breiðskífu sína, Mother melancholia. Platan er sveipuð feminískri ádeilu á feðraveldið, og Sóley hefur í verkum sínum verið óhrædd við nálgast slík og skyld málefni. Hún var lengi vel formaður Kíton, félags kvenna í tónlist, og hefur unnið fjölbreyttum verkefnum á sviði tónlistar, allt frá klassískum verkum til popptónlistar, tónlist fyrir kvikmyndir og leikhús og við gerð glænýrrar hljóðfæralínu fyrir börn í samstarfi við hönnunarteymið ÞYKJÓ. Sóley Stefánsdóttir er nýskipaður staðarlistamaður Salarins í Kópavogi og gestur svipmyndar í Víðsjá dagsins.

Frumflutt

5. nóv. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.

Þættir

,