Víðsjá

Bókmenntaleyndarmál

Árið 2014 skrifaði Bragi Ólafsson nóveluna Bögglapóststofan og fékk hana gefna út af leigufélaginu Gamma Capital Management. Málið vakti mikla athygli á sínum tíma sökum þess bókin rataði ekki í bókabúðir bókasöfn heldur var henni aðeins dreift til starfsfólks og viðskiptavina fyrirtækisins. Bragi mæti í þáttinn og rifjar upp. Þetta sama ár var Framtíðarbókasafnið sett á stofn í Osló en það sankar til sín einu leynihandriti á ári frá þekktum höfundum og læsir ofan í skúffu til ársins 2114 og á íslenski rithöfundurinn Sjón eitt slíkt handrit á safninu. Sjón segir allt sem segja um bókina As My Brow Brushes On The Tunics Of Angels or The Drop Tower, the Roller Coaster, the Whirling Cups and other Instruments of Worship from the Post-Industrial Age.

Umsjón: Tómas Ævar Ólafsson

Frumflutt

20. des. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.

Þættir

,