Víðsjá

Syng mín sál, Dansgenið og Mín er hefndin/rýni

Tónlistarfræðingurinn Árni Heimir Ingólfsson lítur við í hljóðstofu til segja okkur af nýútkominni bók, Syng mín sál, sem inniheldur 40 lög úr íslenskum handritunum. Lögin hafa mörg hver aldrei verið gefin út áður og önnur eru í nýjum útsetningum eða raddsetningum sem byggja á áratuga rannsóknarvinnu Árna Heimis.

Dansverkstæðið við Hjarðarhaga er heimili dansins á Íslandi og hjarta sjálfstæðu danssenunnar. Í vetur verður þar boðið upp á danssýningar í hverjum mánuði með því markmiði efla danslistina og setja samtímadans á kortið í menningarlífi borgarinnar. Við hittum Valgerði Rúnarsdóttur á Dansverkstæðinu, en hún frumsýnir Dansgenið, fyrstu sýningu vetrarins, annað kvöld. Gréta Sigríður Einarsdóttir verður einnig með okkur í dag, og rýnir í nýjustu skáldsögu Nönnu Rögnvaldsdóttur, Mín er hefndin.

Frumflutt

4. nóv. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.

Þættir

,