Víðsjá

13.01.2026

Saga múslima á Íberíuskaga spannar níu aldir, en lauk árið 1614 þegar hundruð þúsunda múslima höfðu verið flutt nauðungaflutningum frá Spáni. Áhrif þessa tíma sjá um gervallann skagann, bæði á Spáni og í Portúgal, en þrátt fyrir það hefur ekki alltaf ríkt sátt um umfang þessara áhrifa eða þýðingu. Nýlega kom út hjá Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur smáritið Al-andalus, saga múslima á Íberíuskaga. Höfundur bókarinnar, Þórir Jónsson Hraundal, lektor í Mið-Austurlandafræðum og arabísku við Háskóla Íslands, er gestur þáttar. Einnig heimsækjum við Listamenn gallerí við Skúlagötu til ræða við myndlistarmanninn Helga Hjaltalín um einkasýningu hans, Skuggi sem mælieining. Þar fer Helgi í hugmyndaferðalag um hernumin svæði Evrópu, trúarbrögð, allskonar elda og stórkarlalegan hugsunarhátt.

Frumflutt

13. jan. 2026

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.

Þættir

,