Víðsjá

Þóra Jónsdóttir skáld, listakonan Auður Sveinsdóttir Laxness og Jötnar hundvísir /rýni

Eftir Auði Sveinsdóttur Laxness liggur fjöldi textílverka og greinaskrifa um hannyrðir og textíl, en mörg af verkum hennar eru varðveitt á Gljúfrasteini. Safnafræðingurinn Marta Guðrún Jóhannesdóttir segir okkur frá verkum hennar, en hún vann um þau sýningu og útvarpsþætti árið 2014.

Soffía Auður Birgisdóttir fjallar um verðlaunabók Ingunnar Ásdísardóttur, Jötnar hundvísir, Norrænar goðsagnir í nýju ljósi, og við hugum skáldskap Þóru Jónsdóttur, sem varð 100 ára fyrr á þessu ári. Dætur Þóru, þær Kirstín og Elín Flygenring, líta við í hljóðstofu til lesa og fjalla um skáldskap móður sinnar, en á sunnudaginn verður haldin ljóðadagskrá Þóru til heiðurs í Gunnarshúsi.

Frumflutt

12. maí 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.

Þættir

,