Víðsjá

Arnheiður Eiríksdóttir, Gallerí Undirgöng, Ólafur á Söndum

Við förum á Hverfisgötu þar sem Geirþrúður Finnbogadóttir Hjörvar sýnir veggverk í Gallerí Undirgöngum. Verkið,sem hún kallar Eftirlits- og hagsmunaaðilar, varpar fram spurningum um opinbera fagurfræði, valdajafnvægi og manngerð kerfi með aðstoð tákna og lógóa.

Við komum einnig við í Eddu og hittum þar fyrir þær Margréti Eggertsdóttur og Þórunni Sigurðardóttur, en þær unnu útgáfu bókar sem kom út í sumar, Söngbók Séra Ólafs Jónssonar á Söndum. Ólafur var meðal vinsælustu skálda í sinni tíð, en hann var prestur í Dýrafirði um aldamótin 1600 og safnaði kveðskap sínum í eina bók sem kölluð er Kvæðabók.

Í gærkvöldi hlaut íslenska messósópransöngkonan Arnheiður Eiríksdóttir verðlaun á stærstu óperuverðlaunahátíð heims, í flokknum "Rising Star" - eða rísandi stjarna. Við heyrum í Arnheiði í þætti dagsins.

Frumflutt

3. okt. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.

Þættir

,