Víðsjá

Brynhildur Þorgeirsdóttir myndhöggvari / svipmynd

„Lífið er ekkert nema viðhorf og tímasetning,“ segir Brynhildur Þorgeirsdóttir myndhöggvari. Hjá henni er allt flæði og spuni, bæði í lífinu og listinni. „Það þarf skynfinna myndlist, skynja frekar en skilja.“

Það segja náttúran helsti innblástur Brynhildar og rekur hún það til æskustöðvanna en einnig til sterkrar náttúruupplifunar á hálendinu, þar sem hún starfaði sem landvörður meðfram myndlistarnáminu. Steypa og gler eru helsti efniviður Brynhildar. Hún hóf vinna með gler í framhaldsnámi í Amsterdam en það var í Kaliforníu sem hún segist hafa uppgötvað eðli og tungumál efnisins.

Efnið ræður alltaf för í hennar verkum og glerið er oftar en ekki útgangspukturinn. Svo tekur við leikur á milli kraftanna í efninu og kraftanna í Brynhildi sjálfri.

Frumflutt

27. nóv. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.

Þættir

,