Víðsjá

Guðbergur Bergsson

Þáttur dagsins verður helgaður minningu Guðbergs Bergssonar, en hann verður jarðsunginn í sérstakri athöfn í Hörpu á föstudag. Guðbergur var margverðlaunaður höfundur sem sendi frá sér fjölda bóka, skáldsögur, ljóðabækur, barnabækur, smásagnasöfn og fleira. Einnig var hann afkastamikill þýðandi úr spænsku og ritaði greinar, gagnrýni og pistla í dagblöð, útvarp og tímarit. Skáldsaga hans Tómas Jónsson metsölubók olli straumhvörfum innan íslenskra bókmennta og er jafnan flokkuð sem fyrsta móderníska skáldsaga þjóðarinnar.

Frumflutt

28. sept. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.

Þættir

,