• 00:02:13Blakan - Rán Flygering
  • 00:17:43Arkitektúr og geðheilbrigði - Hildigunnur Sverris
  • 00:30:43Örblíða Úlfar Þormóðssonar

Víðsjá

Úlfar Þormóðsson, Rán Flygenring, Arkitektúr og geðheilbrigði

Úlfar Þormóðsson kemur til okkar með nýja bók. Bókina sendi hann frá sér fyrir stuttu en til þess þurfti hann leita til annars forlags en því sem vanalega hefur verið með hans bækur á sínum snærum. Í bókinni fjallar Úlfar um endurkomu stóra málverkafölsunarmálsins inn í íslenska umræðu; segir frá viðbrögðum sínum og tilfinningum en einnig ýmsu fleiru og sumu átakanlegu.

Blaka er nýjasta hugarsmíð Ránar Flygenring, og er mögulega hennar hryllilegasta bók hingað til, þó hún hafi alls ekkert átt vera hryllingssaga. Rán er auðvitað einn af okkar fremstu höfundum, hefur skrifað og teiknað bækur og verk af ólíkum toga. Síðasta bók hennar, Tjörnin, hlaut fjölmörg verðlaun og fyrir bókina þar á undan, Eldgos, fékk hún Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs. Rán verður gestur okkar í dag.

Hildigunnur Sverrisdóttir, arkitekt og fyrrum deildarforseti arkitektúrs við Listaháskólann, var með fasta pistla hér í Víðsjá fyrir 2 árum síðan, og er hún mætt aftur til leiks með fjögurra pistla seríu. veltir hún fyrir sér samhengi geðheilbrigðis og arkitektúrs,

Frumflutt

25. nóv. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.

Þættir

,