Víðsjá

Svipmynd - Janus Bragi Jakobsson

Janus Bragi er íslenskur heimildarmyndagerðarmaður. Hann útskrifaðist sem leikstjóri frá danska kvikmyndaskólanum árið 2009 og hefur síðan þá framleitt, stýrt og klippt heimildarmyndir fyrir sjónvarp og bíó, sömuleiðis gert auglýsingar og tónlistarmyndbönd. Hann hefur kennt heimildarmyndagerð við Kvikmyndadeild Listaháskóla Íslands, sem og verið stjórnandi Skjaldborgar, hátíð íslenskra heimildamynda sem haldin er ár hvert á Patreksfirði. Janus lauk nýverið við gerð heimildamyndarinnar Paradís amatörsins. Myndin byggir á efni frá fjórum mönnum af mismunandi kynslóðum sem eiga það allir sameiginlegt hafa deilt persónulegum fjölskylduvídeóum eða myndböndum úr eigin lífi á YouTube. Í myndinni fylgir Janus mönnunum eftir og rýnir í hvernig þeir, með deilingu eigins myndefnis, spegla það sem skiptir mestu máli í lífinu. Janus Bragi er gestur svipmyndar í dag.

Anna Gyða Sigurgísladóttir stýrir umfjöllun.

Frumflutt

30. apríl 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.

Þættir

,