Víðsjá

Tryggvi M. Baldvinsson - Svipmynd

Tryggvi M. Baldvinsson lærði ungur á píanó en fannst píanónámið einmanalegt og lét sig dreyma um spila frekar á saxófón. Það þótti foreldrum hans líkleg leið í sukk og svínarí en honum bauðst hins vegar spila á túbu og það opnaði fyrir honum heim lúðrasveitarinnar. Áður en Tryggvi hélt sem ungur maður í tónsmíðanám til Vínar lýsti hann því yfir í blaðaviðtali útskrifaður úr framhaldsnámi vildi hann geta gert allt í tónlist. Hann hefur sannarlega fylgt því markmiði eftir með breiðum og fjölbreyttum ferli, því auk þess vera afkastamikið tónskáld hefur hann verið atkvæðamikill í ýmsum félagsmálum og sinnt bæði kennslu og stjórnunarstörfum. Hann var deildarforseti í tónlistardeild Listaháskólans í áratug en tók í fyrra við stöðu listræns ráðgjafa hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands. Tryggvi M Baldvinsson er gestur svipmyndar í Víðsjá dagsins.

Frumflutt

10. sept. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.

Þættir

,