Víðsjá

Hinn mildi vefur kynslóða, Fjallabak og Megas

Við lítum inn á Hlöðuloftið á Korpúlfsstöðum. Þar opnaði um helgina sýning á vegum Félags íslenskra myndlistarmanna. Sýningin ber titilinn Hinn mildi vefur kynslóðanna, og er fyrsta sýningarverkefni FÍM um nokkurt skeið. Birta Guðjónsdóttir sér þar um sýningarstjórn. Við ræðum við hana í þætti dagsins.

Nína Hjálmarsdóttir rýnir í leikritið Fjallabak sem byggir á smásögu Annie Proulx og kvikmynd Ang Lee, Brokeback mountain, en Valur Freyr Einarsson leikstýrir leiksýningunni sem frumsýnd var fyrir rúmri viku í Borgarleikhúsinu.

Við grípum einnig niður í útvarpsþætti sem Magnús Þór Jónsson, Megas, vann fyrir ríkisútvarpið hér á árum áður en hann fagnar í dag 80 ára afmæli.

Frumflutt

7. apríl 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.

Þættir

,