Víðsjá

Íslensku bókmenntaverðlaunin, Kannibalen, andrúmsloft og Fairuz

Líbanska söngkonan Fairuz er ekki aðeins í hálfgerðri dýrlingatölu á Mið-Austurlöndum heldur er hún dýrkuð víða um veröld. Á Vetrarhátíð fara fram tónleikar í Salnum í Kópavogi þar sem tónlist Fairuz mun hljóma í flutningi hóps tónlistarfólks og gestasöngvara. Við ræðum við Sigrúnu Kristbjörgu Jónsdóttur sem er einn af listrænum stjórnendum viðburðar. Viktoría Blöndal, höfundur og leikstjóri, verður einnig með okkur í dag en hún er á höttunum eftir andrúmslofti og í sínum öðrum pistli um fyrirbærið ætlar reyna fanga andrúmsloft í netagerð. Nína Hjálmarsdóttir rýnir í Danska verðlaunaleikverkið Kannibalen eftir eftir Johannes Lilleøre sem hefur verið í sýningum í Tjarnabíó um þessar mundir. Og við stiklum einnig á stóru um verðlaunahafa Íslensku bókmenntaverðlaunanna.

Umsjón: Tómas Ævar Ólafsson og Halla Harðardóttir

Frumflutt

1. feb. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.

Þættir

,