• 00:02:06Bókabúðaráp í Moskvu með Natöshu S
  • 00:25:28Yrsa Roca Fannberg: Heimildamynd um Grund

Víðsjá

Heimildamynd Yrsu Roca Fannberg um Grund, Natasha S. um rússneskar bókabúðir

Kvikmyndagerðakonan Yrsa Roca Fannberg hefur starfað á hjúkrunarheimilinu Grund undanfarin 16 ár meðfram því búa til heimildamyndir og kenna skapandi heimildamyndagerð í Háskóla Íslands. Árið 2014 frumsýndi hún Salóme en hún fjallaði um móður Yrsu og samband þeirra mæðgna en líka um samband kvikmyndagerðamanns við viðfangsefni sitt. Árið 2019 kom Síðasta haustið, mynd um síðasta haust ábúenda á afskekktum sauðfjárbæ á Ströndum. Og innan skamms frumsýnir hún sína þriðju mynd, Jörðin undir fótum okkar, en hún fjallar um lífið á Grund, sem Yrsa hefur skrásett með sínum hætti undanfarin 3 ár. Við ræðum við Yrsu í þætti dagsins, og einnig Skúla Jónasson, einn af heimilismönnum Grundar sem koma fyrir í myndinni.

Þar auki verður Natasha S. gestur okkar og segir frá rússneskum bókabúðum og samtímabókmenntum.

Frumflutt

18. feb. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.

Þættir

,