Víðsjá

Elín Sigríður María Ólafsdóttir, List án landamæra, Þessir djöfulsins karlar, Tóm hamingja

Hvað væri lífið án listar, spyr Elín Sigríður María Ólafsdóttir, í samtali við Víðsjá í Hafnarborg. Elín er listamaður Listar án landamær í ár og við hittum hana á sýningu hennar Við sjáum það sem við viljum sjá.

Einleikurinn Orð gegn orði hefur verið á fjölunum í tæpt ár og komið leiðarlokum. Við hittum þær Þóru Karítas Árnadóttur leikstjóra og Ebbu Katrínu Finnsdóttur leikkonu og forvitnumst um ferlið og hvernig áhrif sýning hefur haft á þær.

Katla Ársælsdóttir rýnir í verkið Tóma hamingju sem frumsýnt var í Borgarleikhúsinu um helgina og Gauti Kristmannsson rýnir í bókina Þessir djöfulsins karlar eftir Andrev Walden, í þýðingu Þórdísar Gísladóttur.

Frumflutt

28. okt. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.

Þættir

,